Almennar upplýsingar um ferðir

Athugið að í öllum ferðum er gert ráð fyrir að geta verið og gengið úti. Því er mikilvægt að klæða sig með tilliti til þess.

— Lágmarksþátttaka í hverri ferð er 20 manns. —

1. Njáluslóðir (heill dagur)

Skálholt — Hvolsvöllur — Fljótshlíð — Stóra-Dímon — Bergþórshvoll — Oddi

Farið verður á Njáluslóðir um Skálholt og að Hvolsvelli, austur Fljótshlíðina að Hlíðarenda. Stefnt verður að því að borða hádegisverð í skógarlundi í Fljótshlíðinni og halda svo áfram suður hjá Stóra Dímon og til baka eftir þjóðveginum með lykkju að Bergþórshvoli og kannski Odda (ef tími gefst til). Komið til Reykjavíkur milli klukkan 18 og 19.00.

Innifalið í fargjaldi: Léttur hádegisverður, drykkir og síðdegishressing.

Brottför frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 9.00.

—o—

2. Slóðir Laxdælu, Græn- og Vínlandsfara og Eyrbyggju (heill dagur)

Eiríksstaðir — Búðardalur — Laugar in Sælingsdalur — Stykkishólmur

Farið verður að Eiríksstöðum í Haukadal, ekið um Búðardal að Laugum í Sælingsdal og síðan áfram vestur um Skógaströnd og Eyrbyggjuslóðir í Stykkishólm. Þar verður farið bátsferð út á Breiðafjörð og snæddur kvöldmatur um borð. Komið til Reykjavíkur milli 22 og 23.

Innifalið í fargjaldi: Léttur hádegisverður, drykkir, síðdegishressing, sigling og kvöldverður.

Brottför frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 8.00.

—o—

3. Fornminjar í Húshólma í Ögmundarhrauni á Reykjanesi (hálfur dagur)

Kleifarvatn — Krýsuvík — Húshólmi — Grindavík

Farið er í liðlega hálfs dags ferð á Reykjanesskagann, framhjá Kleifarvatni og Krýsuvík í Húshólma á sunnanverðu nesinu við Nýja veginn og haldið áfram vesturum til baka í gegnum Grindavík. Komið til Reykjavíkur milli 12 og 13.

Innifalið í fargjaldi: Létt hressing og drykkir.

Brottför frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 9.00.

—o—

4. Ganga um Leggjarbrjót úr Botnsdal á Þingvelli

Hvalfjörður — Botnsdalur — Þingvellir

Farið verður með rútu inn í Botnsdal í Hvalfirði þaðan sem fólk mun ganga svokallaða Leggjabrjótsleið yfir að Þingvöllum þar sem rútan sækir hópinn seinna um daginn. Komið til Reykjavíkur milli 17 og 19.

Innifalið í fargjaldi: Skrínukostur með samlokum, síðdegishressingu, ávöxtum og safa/vatni.

Brottför frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 9.00.

—o—

5. Aukaferð um Þingvelli á heimleið til Reykjavíkur úr Reykholti

Einn ráðstefnudagur verður í Reykholt í Borgarfirði. Að lokinni fyrirlestradagskrá er í boði að fara Uxahryggjaleið á Þingvöll þar sem við ætlum að vera með kvöldnesti, létta göngu og skemmtiatriði áður en haldið verður áfram í bæinn. Komið til Reykjavíkur milli 22 og 23.

Innifalið í fargjaldi: Skrínukostur með samlokum, ávöxtum og safa/vatni.

—o—

6. Norðurferð eftir þingið

Á laugardegi verður ekið norður á Sauðárkrók með viðkomu á helstu sögustöðum á leiðinni, norðan Holtavörðuheiðar: Víðidalstungu, Breiðabólstað, Borgarvirki, Þingeyrum, Vatnsdal. Á heimleiðinni á sunnudag verður farið að Hólum og um Sturlunguslóðir í Skagafirði. Komið til Reykjavíkur milli 17 og 18.

Innifalið í fargjaldi: Skrínukostur með samlokum, síðdegishressingu, ávöxtum og safa/vatni á laugardegi, kvöldmatur, hótelgisting og morgunverður á sunnudegi.

Brottför frá Aðalbyggingu Háskóla Íslands kl. 9.00.